Skilmálar
Verð og greiðslur
Litlu hlutir lífsins áskila sér rétt á að breyta verðum í vefverslun án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.
Boðið er uppá að greiða með debet- og kreditkorti í vefverslun.
Afhending
Allar pantanir eru afgreiddar 2-4 virkum dögum eftir pöntun. Sérstakir hátíðisdagar/rauðir dagar teljast ekki með sem virkur dagur.
Komi fyrir að varan sé ekki til á lager verður haft samband og boðin endurgreiðsla eða varan framleidd eins fljótt og auðið er og afhent um leið og hún er tilbúin.
Boðið er upp á heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu fyrir vægt fast gjald og er þá samráð haft við kaupanda hvenær vara er afhent.
Hægt að láta senda vörur með póstinum.
Pantanir sem sendar eru með pósti eru afgreiddar 2-4 dögum eftir að þær berast.
Allar póstsendingar eru sendar með rekjanlegu númeri þannig að hægt er að fylgjast með sendingunni og hvenær hún kemur.
Litlu hlutir lífsins pakkar vörum vel inn í umbúðir svo að ekkert á geta skemmst og ber því enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi eða á týndum sendingum.
Boðið er uppá að sækja vörur á vinnustofu í Kópavogi eftir samkomulagi.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er ekki innfalinn og er hann reiknaður í lok viðskiptanna út frá þyngd vörunnar
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé kvittun fyrir kaupum sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi þegar henni er skilað.
Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar eða kaupverð hafi varan verið keypt á öðru verði eða á sérstöku tilboði.
Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.
Ef vörum er skilað með pósti er sendingarkostnaður greiddur af kaupanda.
Gallaðar vörur
Allar kvartanir um brotna eða gallaða vöru þurfa að berast innan viku eftir að vara er móttekin. Slíkar kvartanir þurfa að berast skriflega á litluhlutirlifsins@gmail.com
Sé vara brotin eða gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn eða boðin endurgreiðsla.
Trúnaður
Litlu hlutir lífsins heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Litlu hlutir lífsins slf
kt. 700524-1830
200 Kópavogur
Sími 6920428
litluhlutirlifsins@gmail.com